Undir 18 ára stúlknalið Íslands lagði Eistland í dag í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Kisakallio í Finnlandi, 39-64.

Gangur leiks

Nokkur haustbragur var á báðum liðum í upphafi leiks. Eftir fyrsta leikhluta leiðir Ísland þó með 4 stigum, 9-13. Undir lok fyrri hálfleiksins ná þær svo aðeins að bæta við forystu sína og eru 11 stigum yfir þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 20-31.

Í upphafi seinni hálfleiksins má segja að Ísland hafi gert útum leikinn. Með góðum 13-4 þriðja fjórðung leiða þær með 20 stigum fyrir lokaleikhlutann, 24-44. Í þeim fjórða gera þær svo nóg til að sigla að lokum mjög svo öruggum 25 stiga sigur í höfn, 39-64.

Kjarninn

Eftir nokkuð klunnalegar upphafsmínútur náði Íslenska liðið að sýna mátt sinn og megin. Í raun og veru var það ljóst frá fyrstu mínútu að þær báru nokkra yfirburði yfir andstæðingunum eins og sýndi sig svo þegar leið á leikinn. Sterkt að byrja á öruggum sigri, en á morgun munu þær leika við Finnland, sem eru að öllum líkindum nokkuð sterkari en Esitland.

Tölfræðin lýgur ekki

Eistland átti í miklum vandræðum með að passa boltann gegn sterkum varnarleik Íslands. Tapa 32 boltum á móti aðeins 18 töpuðum Íslands.

Atkvæðamestar

Emma Sóldís Hjördísardóttir var atkvæðamest í liði Íslands í dag með 18 stig og 3 fráköst. Þá bætti Emma Theodórsdóttir við 8 stigum, 8 fráköstum og 5 stolnum boltum.

Tölfræði leiks

Myndasafn