Undir 18 ára drengjalið Íslands mátti þola tap í kvöld fyrir Danmörku á Norðurlandamótinu í Kisakallio, 58-81. Liðið hefur því unnið einn leik og tapað tveimur til þessa, en síðasti leikur þeirra er gegn Svíþjóð í fyrramálið.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við leikmann liðsins Orra Gunnarsson eftir leik í Kisakallio. Orri var góður í leik kvöldsins þrátt fyrir tapið. Stigahæstur íslenskra leikmanna með 18 stig, þar sem hann meðal annars setti niðu fjögur af sex fyrir utan þriggja stiga línuna. Orri var allt annað en sáttur með varnarleik liðsins í kvöld og hafði fá svör við frammistöðu liðsins.