Undir 18 ára drengja og stúlknalið Noregs munu ekki mæta til leiks á Norðurlandamótið í Kisakallio þetta árið vegna Covid-19 smits sem greindist innan hópsins. Ekki er tekið fram hver það var sem smitaðist, en norska sambandið tók þá ákvörðun að liðin kæmu ekki.

Allar aðrar þjóðir eru mættar til leiks í Finnlandi. Ísland mun því leika við Eistland, Finnland, Danmörku og Svíþjóð.

Leika átti gegn Noregi komandi miðvikudag 18. ágúst, en engir leikir verða þá hjá Íslandi.

Hérna er skipulag Íslands á Norðurlandamótinu