Stjarnan hefur samið við hina bandarísku Myia Starks um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild kvenna. Myia er 163 cm bakvörður sem kemur til liðsins frá Northern Illinois í háskólaboltanum, en á síðasta ári sínu þar skilaði hún 14 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Tilkynning:

Stjarnan hefur samið við bandarísku körfuknattleikskonuna Myiu Starks um að leika með meistaraflokki á komandi tímabili i fyrstu deild kvenna.
Myia lék með háskólaliði Northern Illinois þar sem hún var í fastamaður í aðalliðinu. Á lokaárinu var hún með 14 stig að meðaltali í leik, 3 stoðsendingar og 3 fráköst. Myia tók þátt í Eurobasket Summer League í Atlanta í sumar þar sem hún var valinn í úrvalslið í lok deildarinnar.