Körfuknattleiksmaður ársins 2020 og leikmaður Valencia í ACB deildinni Martin Hermannsson þurfti að draga sig út úr landsliðshóp Íslands sem heldur nú til Svartfjallalands til þess að taka þátt í seinni hluta forkeppni HM 2023.

Hérna er hægt að sjá 14 manna hóp Íslands

Martin lýsir því á samfélagsmiðlum nú í morgun að sú ákvörðun að hafa þurft að draga sig úr hópi Íslands hafi verið virkilega erfið og að landsliðið skipti hann samt sem áður miklu máli. Segir hann að hann hafi valið það að fara til Spánar þar sem bæði hann og liðið ætli sér stóra hluti á komandi vetri, en lið Valencia leikur bæði í ACB deildinni á Spáni, sem og í Euroleague.

Enn frekar segir Martin “Ég hef fulla trú á að strákarnir klári þessa leiki og ég hlakka til að mæta tvíefldur í næsta verkefni!”