Grindavík hefur samið við Malik Benlevi um að leika með liðinu á komandi tímabili í Úrvalsdeild karla.

Malik er 24 ára, 198 cm framherji frá Bandaríkjunum sem síðast lék fyrir Salt Lake City Stars í þróunardeild NBA deildarinnar. Áður en hann fór til Salt Lake hafði hann leikið í háskólaboltanum með Georgia State Panthers.