Hamar hefur framlengt samning sínum við miðherjann Maciek Klimaszewski fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla. Maciek gekk til liðsins fyrir síðasta tímabil og skilaði að meðaltali 5 stigum og 4 fráköstum í leik. Að upplagi er hann úr Heklu, en hann hefur áður leikið með Fsu og Snæfell.

Hamarsmenn gerðu vel í deildarkeppni síðasta tímabils, þar sem liðið endaði í öðru sæti. Þeir rétt misstu þó af því að fá að fara upp um deild. Töpuðu fyrir fjórða sætis liði Vestra í úrslitum úrslitakeppni fyrstu deildarinnar.

Tilkynning:

Maciek Klimaszewski hefur skrifað undir nýjan samning við Hamar. Maciek gekk til liðsins fyrir síðasta tímabil en sökum meiðsla var Maciek lengi frá en kom að krafti undir lok tímabilsins og skilaði 5 stigum og 4 fráköstum í leik á 12 mínútum. Maciek kemur til með að vera í stærra hlutverki á þessari leiktíð.