Logi gekk með nýja liðsfélagann að gosinu í Geldingardölum

Njarðvíkingar tryggðu sér á dögunum griðarlegan liðsstyrk er argentínski bakvörðurinn Nicolas Richotti samdi við félagið um að leika með þeim á næstu leiktíð. Nicolas mun vera einn þriggja fyrrum leikmanna ACB deildarinnar á Spáni sem leika munu fyrir félagið á næsta tímabili, en sá fyrsti til að semja var Haukur Helgi Pálsson og í gær sagði Karfan fyrst íslenskra miðla frá því að þeir hefðu samið við hinn gríska Fotios Lampropoulos.

Samkvæmt færslu Nicolas á samfélagsmiðlum mun hann vera kominn til landsins og gott betur en það, en hann og fyrirliði Njarðvíkur fóru saman að gosinu í Geldingardölum. Samkvæmt færslunni hefur hann verið á Íslandi frá því á miðvikudaginn og þakkar hann fyrirliða sínum fyrir að fara með sig að skoða eitt áhrifamesta náttúruundur veraldar.

Mynd / Nicolas Richotti Twitter