Undir 18 ára lið stúlkna og drengja leika bæði í dag sína fyrstu leiki á Norðurlandamótinu 2021 gegn Eistlandi. Stúlkurnar hefja leik kl. 11:15 að íslenskum tíma á meðan að strákarnir eiga leik kl. 13:45.

Hérna er 12 manna landslið undir 18 ára stúlkna

Hérna er 12 manna landslið undir 18 ára drengja

Allir leikir mótsins verða í beinni tölfræðilýsingu, útsendingu og þá verða fluttar fréttir af þeim hér á Körfunni.

Hérna er skipulag Íslands á mótinu

Tölfræðilýsingarnar og fréttirnar af Körfunni verða að sjálfsögðu fríar, en fyrir beinar útsendingar þarf að greiða. Það er fyrirtækið Solid Sport sem sér um útsendingarnar og hægt er að kaupa allt mótið fyrir 2931 kr. (19.9 EUR) og staka leiki fyrir 1016 kr (6.9 EUR)

Hérna er hægt að kaupa aðgang að beinum útsendingum

Hérna verða beinar tölfræðilýsingar undir 18 ára drengja

Hérna verða beinar tölfræðilýsingar undir 18 ára stúlkna