Kristrún Ríkey áfram í Hafnarfirðinum

Kristrún Ríkey Ólafsdóttir hefur framlengt samning sínum við Hauka til næstu tveggja ára. Kristrún er 17 ára og að upplagi frá Þór Akureyri en hún kom til Hauka fyrir síðasta tímabil og tók þátt í 26 leikjum með félaginu í úrvalsdeildinni tímabilið 2020-21. Þá hefur hún einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands, meðal annars U18 sem heldur á Norðurlandamót í Finnlandi um næstu helgi.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild Hauka og Kristrún Ríkey Ólafsdóttir hafa komist að samkomulagi um að Kristrún spili áfram með Haukum næstu tvö árin.
Kristrún átti nokkrar innkomur af bekk Haukakvenna síðasta vetur og ljóst að þær koma til með að vera enn fleiri miðað við framvistöðu hennar. Kristrún er með efnilegrum leikmönnum landsins og verður í U-18 ára liði Íslands sem spilar á Norðurlandamótinu seinna í mánuðinum.
Það er mikið fagnaðarefni að Kristrún haldi áfram með Haukum og við hlökkum til samstarfsins með henni.