Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson lék rúmar 16 mínútur í nótt með Phoenix Suns gegn Utah Jazz í Sumardeild NBA deildarinnar. Leikurinn sá annar sem Jón Axel er á skýrslu liðsins í mótinu, en í þeim fyrsta gegn Los Angeles Lakers kom hann ekki inná.

Phoenix Suns töpuðu leik næturinnar með 6 stigum, 57-63. Á þessum 16 mínútum skilaði Jón Axel einus stigi, tveimur fráköstum og tveimur stoðsendingum.

Næsti leikur Jóns og Suns í Sumardeildinni er komandi fimmtudag 12. ágúst gegn Denver Nuggets.