Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson mun þetta árið vera hluti af leikmannahóp Phoenix Suns í Sumardeild NBA deildarinnar í Las Vegas. Fyrsti leikur Suns er á dagskrá í kvöld gegn Los Angeles Lakers kl. 02:30 eftir miðnætti og verður hægt að fylgjast með honum á ESPN2.

Hérna er dagskrá Sumardeildarinnar

Leikmannahópur Suns í Sumardeildinni þetta árið er nokkuð sérstakur, því líkt og Jón Axel, sem lék með Fraport í þýsku úrvalsdeildinni í vetur, eru allir aðrir leikmenn liðsins atvinnumenn í íþróttinni, hvort sem það hefur verið í NBA deildinni eða af meginlandi Evrópu. Það verða því engir nýliðar úr 2021 nýliðavalinu, en þannig hópum er ekki oft stillt fram í keppninni.