Grindavík hefur samið við spænska miðherjann Ivan Aurrecoechea um að leika með liðinu í Úrvalsdeild karla á komandi tímabili. Ivan lék á síðasta tímabili með Þór Akureyri þar sem hann var með 19,2 stig og 11,1 frákast að meðaltali í leik.

Áður en hann kom til Íslands þá lék Ivan með Indian Hills og New Mexico State í háskólaboltanum í Bandaríkjunum frá 2016 til 2020.