Íslenska karlalandsliðið leikur á morgun gegn heimamönnum í Svartfjallalandi í forkeppni undankeppni HM 2023. Leikurinn sá þriðji sem Ísland leikur í sóttvarnabúbblunni í Podgorica, en áður höfðu þeir unnið Dani, en tapað fyrir Svartfellingum í þessum þriggja liða riðil þar sem tvö lið munu komast áfram í undankeppnina sem hefst í nóvember.

Heimasíða keppninnar

Hérna er 14 manna hópur Íslands

Ljóst er að með sigri í kvöld færi Ísland langleiðina með að tryggja sér annað tveggju efstu sæta riðilsins, en fyrir helgina töpuðu þeir fyrir Svartfellingum með 14 stigum, áður en þeir unnu Dani með 21 stigi.

Leikurinn er kl. 18:00 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV 2 og hér fyrir neðan á YouTube. Þá verður einnig fjallað um hann hér á Körfunni, þar sem einkunnir, umfjöllun og viðbrögð þjálfara og leikmanna verða aðgengileg laust eftir leik.