Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi í Podgorica í kvöld í forkeppni undankeppni HM 2023, 80-82. Ísland unnið einn leik og tapað tveimur í riðlinum þegar aðeins einn leikur er eftir, en hann er gegn Danmörku á morgun.

Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi. Munurinn á liðunum aðeins 2 stig eftir fyrsta leikhluta, 25-27. Með góðum öðrum leikhluta nær Ísland að snúa taflinu sér í vil undir lok fyrri hálfleiksins og eru 5 stigum yfir í hálfleik, 46-41. Í þriðja leikhlutanum ná þeir svo aðeins að bæta í og eru 10 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 71-61. Í þeim fjórða er leikurinn svo í járnum og undir lokin er það aðeins flautu flotskot Dino Radoncic sem skilur liðin að, 80-82.

Tryggvi Snær Hlinason var atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum með 21 stig og 10 fráköst. Þá bættu hvor um sig Elvar Már Friðriksson og Ægir Þór Steinarsson 15 stigum og Kári Jónsson var með 14 stig.

Með sigrinum færist Svartfjallaland í efsta sæti þessa þriggja liða riðils, Ísland er í öðru sæti og Danmörk því þriðja, en tvö efstu liðin komast áfram í undankeppnina. Til þess að vera öruggir um að verða eitt þessara tveggja liða þarf Ísland að vinna Danmörku á morgun

Næsti leikur Íslands og jafnframt sá síðasti í riðlinum er gegn Danmörku annað kvöld kl. 18:00.

Tölfræði leiks