Stjarnan hefur samið á nýjan leik við bakvörðinn tvítuga Ingimund Orra Jóhannsson um að leika með liðinu á komandi tímabili í úrvalsdeild karla. Ingimundur Orri kemur til liðsins frá Íslandsmeisturum Þórs, en þar áður hafði hann eftir að hafa leikið upp alla yngri flokka og með meistaraflokki Stjörnunnar einnig leikið með ÍA og Álftanesi. Þá hefur Ingimundur einnig leikið með öllum yngri landsliðum Íslands.

Tilkynning:

Ingimundur Orri Jóhannsson hefur gengið að nýju til liðs við Stjörnuna. Ingimundur er uppalinn Stjörnumaður en gekk til liðs við Þór Þorlákshöfn fyrir síðasta tímabil og varð íslandsmeistari með liðinu í vor. Ingimundur sem er tvítugur að aldri hefur leikið með yngri landsliðum íslands og mikið gleðiefni með fá hann aftur í hópinn.