Gunnar Steinþórsson mun halda vestur um haf fyrir næsta tímabil og leika með St. Cloud State Huskies í bandaríska háskólaboltanum á næsta tímabili. Gunnar fer til skólans frá Selfoss í fyrstu deildinni, en hann er að upplagi úr KR. Í 23 leikjum með Selfoss á síðasta tímabili skilaði hann 5 stigum, frákasti og stoðsendingu á að meðaltali 18 mínútum í leik.

Skólinn er í St. Cloud í Minnesota fylki Bandaríkjanna og liðið leikur í Northern Sun hluta annarrar deildar háskólaboltans.