Stjarnan er samkvæmt heimildum Körfunnar við það að semja við hinn bandaríska Josh Selby. Josh er 30 ára, 188 cm bakvörður sem síðast lék fyrir Franklin Bulls í Nýja Sjálandi, en hann hefur á um 10 ára atvinnumannaferil einnig leikið í Kína, Króatíu, Ísrael, Tyrklandi, Suður Kóreu, Argentínu og í Bandaríkjunum.

Nú í sumar þurfti Selby frá að hverfa frá Nýja Sjálandi eftir að hann meiddist. Hann hafði fram að því átt frábært tímabil, en hann skilaði 24 stigum, 5 fráköstum, 4 stoðsendingum og 2 stolnum boltum að meðaltali í leik.

Á sínum tíma lék Josh bæði NBA deildinni með Memphis Grizzlies, sem og nokkrum liðum í þróunardeild NBA deildarinnar, en hann var valinn númer 49 í nýliðavali ársins 2012 eftir að hafa leikið aðeins eitt tímabil með Kansas Jayhawks í bandaríska háskólaboltanum. Sem nýliði í NBA deildinni var hann árið 2012 valinn verðmætasti leikmaður Sumardeildarinnar ásamt Damian Lillard.