Hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins úr leiknum gegn Svartfjallalandi. Leikmönnum eru gefnar einkunnir útfrá tölfræði, væntingum til þeirra miðað við hlutverk og spilatíma og líka þáttum sem sjást ekki endilega í tölfræðiskýrslunni.

Tölfræði leiksins

Hörður Axel Vilhjálmsson – 5
Flottur varnarlega að venju en liðið þarf meira frá sínum leiðtoga heldur en 1 stig með ekkert skot niður. 6 fínar stoðsendingar samt sem áður.

Tryggvi Hlinason – 8 – Maður leiksins
Lokaði teignum á tímabili. Frábær skotnýting með 9 skot niður úr 11 tilraunum. Sýndi virkilega hvað í honum býr og var besti maður vallarins á löngum köflum.

Elvar Már Friðriksson – 6
Ekki besti leikur Elvars. Skoraði ágætlega en var ekki alveg að finna félaga sína nógu mikið. Elvar var þrátt fyrir þetta mjög góður og fékk tækifæri til þess að vinna leikinn fyrir Ísland. Þetta hefði verið 7 í einkunn hefði hann ekki gleymt sér í dómaraþrasi með fimm sekúndur eftir sem kostaði mikið.

Kári Jónsson – 7
Kári er að stimpla sig inn sem einn af okkar allra bestu sóknarmönnum. Hann er einnig mjög góður liðsvarnarmaður þó að stundum lendi hann í vandræðum 1 á 1.

S. Arnar Björnsson – 7
Arnar var alveg til í slaginn þó svo að hans mínútum hafi fækkað aðeins. Algerlega tilbúinn að vera hitakall af bekknum. 8 stig á 10 mínútum og fín barátta varnarlega.

Kristófer Acox – 7
Kraftur og orka í Kristó í kvöld. Engin of erfið skot reynd og varnarlega frábær þó hann hafi lent í smávægilegu villuveseni.

Ægir Þór Steinarsson  – 8
Algerlega frábær leikur hjá Ægi í kvöld. Neyddi landsliðsþjálfarann til þess að loka leiknum með sig inná með virkilega kraftmikilli frammistöðu. 15 stig og 4 stoðsendingar með 50% skotnýtingu.

Ólafur Ólafsson – 6
Mikill spiltími hjá Ólafi sem hefði kannski viljað nýta hann betur í sókninni. Varnarlega öflugur og þó hann hafi ekki tekið mörg fráköst sjálfur þá var hann stór partur af því að Ísland vann frákastabaráttuna í kvöld.

Kristinn Pálsson – Spilaði ekki nóg

Ragnar Nathanaelsson – Spilaði ekki

Þórir Þorbjarnarson – Spilaði ekki

Davíð Arnar Ágústsson – Spilaði ekki