Undir 16 ára drengjalið Íslands hafnaði í þriðja sæti Norðurlandamótsins í Kisakallio. Mótið unnu heimamenn í Finnlandi og í öðru sæti var Eistland.

Lokaniðurstaðan varð ljós eftir að leik Svíþjóð og Íslands var aflýst nú í morgun, en það gerði það að verkum að Danmörk og Ísland voru jöfn að sigrum, en vegna eins stigs sigurs Íslands á Danmörku í gær, höfnuðu þeir fyrir ofan.

Athöfnin var vegna aðstæðna frekar látlaus og var það Garðar Kjartan sem tók það að sér að útbýta verðlaunum

Það má segja að þessi árgangur geti frekar horft upp heldur en niður miðað við hinar Norðurlandaþjóðirnar og að hæglega hefðu þeir geta unnið mótið eða lent í öðru sæti. Tapleikir þeirra á mótinu voru allir frekar spennandi leikir sem þeir hefðu geta unnið. Leikurinn gegn Finnlandi þar sem þeir tapa með 9 stigum, Eistlandi með 7 stigum eða Noregi með 2 stigum.