Keflavík hefur samkvæmt heimildum Körfunnar samið við hinn ítalska David Okeke um að leika með liðinu á komandi tímabili í úrvalsdeild karla. David er 22 ára, 202 cm framherji sem kemur til liðsins frá Rustavi í Georgíu, en áður hefur hann leikið með Torino og Oleggio í heimalandinu. Þá hefur hann einnig verið hluti af yngri landsliðum Ítalíu.