Haukar hafa framlengt samningi sínum við Dagbjörtu Gyðu Hálfdánardóttur og verður hún því með liðinu á komandi leiktíð í úrvalsdeild kvenna. Dagbjört Gyða er 17 ára framherji sem leikið hefur upp yngri flokka félagsins, en hún fékk sín fyrstu tækifæri með meistaraflokk félagsins á síðustu leiktíð.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild Hauka og Dagbjört Gyða Hálfdanardóttir hafa gert með sér samkomulag um að Dagbjört haldi áfram með meistaraflokki kvenna á næstu leiktíð.
Dagbjört kom inn í meistaraflokkinn fyrir síðustu leiktíð og fékk nokkur tækifæri yfir tímabilið. Hún hefur verið með efnilegri leikmönnum landsins og verið í yngri landsliðum Íslands.