Íslenska karlalandsliðið tryggði sig í gærkvöldi áfram í undankeppni HM 2023 með sigri á Danmörku í Podgorica í Svartfjallalandi, 73-89. Liðið hefur því unnið báða leiki sína gegn Danmörku og verður annað tveggja liða sem fara áfram úr þessum þriggja liða riðil, sama hvernig leikur Svartfjallalands og Danmerkur fer í kvöld.

Hérna er meira um leikinn

Fréttaritarar Körfunnar í Svartfjallalandi ræddu við Craig Pedersen þjálfara liðsins eftir leik í Bemax höllinni í Podgorica.