Fyrrum leikmanni Keflavíkur CJ Burks er heldur betur margt til lista lagt, en hann tilkynnti nýlega á samfélagsmiðlum að væntanlegt væri frá honum tónlistarmyndband við lag sem hann tók upp sem ber nafnið Add Up. Brot úr laginu og myndbandinu er hægt að sjá hér fyrir neðan, en leikstjóri þess er Shotbylate.

Samkvæmt færslu hans á samfélagsmiðlum mun þetta vera fyrsta lagið sem hann gefur út, en samkvæmt eldri færslum mun það þó ekki vera það eina sem leikmaðurinn á í handraðanum.

 

 
 
 
 
 
View this post on Instagram
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

A post shared by 🤍Balloutshawdy (@cjburks14)

CJ kom til Keflavíkur haustið 2020. Eftir skínandi tímabil með deildarmeisturunum, þar sem liðið tapaði aðeins tveimur deildarleikjum og hann skilaði 18 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum samdi CJ við Khimik í Úkraínu. Lið sem leikur bæði í sterkri úrvalsdeild Úkraínu, auk þess að vera skráð í FIBA Europe Cup.