Skallagrímur hefur framlengt samningum sínum við þá Benedikt Lárusson og Davíð Guðmundsson um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla. Báðir léku þeir með Skallagrím í fyrr er liðið endaði í 6. sæti, en voru slegnir út úr úrslitakeppninni af Vestra.

Tilkynning:

Skallagrímur hefur endurnýjað samning við Benedikt Lárusson Benedikt gekk til liðs við okkur fyrir síðasta tímabil, en hann kom frá KR. Benedikt stóð sig stórvel á síðasta tímabili var með 5 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar, spilandi 18 mínútur af áhorfsfögrum varnarleik. Upp og áfram

Síðastur ekki ekki sístur er fyrirliði liðsins, Davíð Guðmundsson Davíð þarf ekki að kynna fyrir Skallagrímfólki frekar en körfubolta-fjölskyldunni. Ríkir mikil gleði innan herbúða okkar að ná að halda honum heima.