Ástralir tryggðu sér í dag þriðja sætið á Ólympíuleikunum í Tókýó með nokkuð öruggum sigri á Slóveníu í leik um brondið. Áður hafði Ástralía tapað fyrir Bandaríkjunum í undanúrslitum og Slóvenía fyrir Frakklandi, en Bandaríkin unnu Frakkland í úrslitaleik mótsins í nótt.

Atkvæðamestur fyrir Ástralíu í leiknum var bakvörðurinn Patty Mills með 42 stig og 9 stoðsendingar. Fyrir Slóveníu var það Luka Doncic sem dró vagninn með 22 stigum, 8 fráköstum og 7 stoðsendingum.

Hérna er tölfræði leiksins