Álftanes hefur samið við Ásmund Hrafn Magnússon um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla. Ásmundur kemur til liðsins frá KV í 2. deildinni, en tímabilið á undan lék hann fyrir uppeldisfélag sitt Hött í 1. deildinni og skilaði 5 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í leik.

Tilkynning:

Loftbrúin að austan á Álftanesið er enn opin og skilaði á dögunum samningi fyrir næsta tímabil við Ásmund Hrafn Magnússon. Ásmundur er hávaxinn vængmaður sem getur einnig skilað stöðu kraftframherja þegar vel liggur á honum. Hann er öflugur varnarmaður sem getur dekkað margar stöður á leikvellinum.
Ásmundur skilaði 5.4 stigum og 2.6 stigum tímabilið 2019-2020 með Hetti þegar liðið tryggði sér sæti í deild hinna bestu en gerðist spilandi þjálfari KV í 2. deild á síðasta tímabili.