Ameryst Alston hefur skrifað undir samning við Val um að leika með liðinu á komandi tímabili í Úrvalsdeild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag. Ameryst er 27 ára leikstjórnandi frá Bandaríkjunum, spilaði háskólabolta með Ohio State í Big 10 deildinni við góðan orðstýr og var valin í WBNA nýliðavalinu árið 2016 af New York Liberty þar sem hún spilaði þrjá leiki.

Ameryst hefur spilað í Evrópu sl. ár m.a. á Spáni og Finnlandi. Á síðasta tímabili spilaði hún með BC Winterthur í Sviss. Í 29 leikjum var hún með 23 stig, 7 fráköst, 6 stoðsendingar og 3 stolna bolta.