Með sigri kvennaliðs Bandaríkjanna á Japan í úrslitaleik Ólympíuleikanna í Tókýó í nótt tryggði þjóðin sér nánast algjöra yfirburði í íþróttinni á leikunum. Bandaríkin unnu bæði í karla og kvenna og þá hafði 3×3 kvennalið þeirra einnig sigur á leikunum. Eina körfuboltagreinin sem Bandaríkin unnu ekki var 3×3 karla, en þangað sendu þeir ekki lið og Lettland vann.

Heilt yfir má því segja að Bandaríkin hafi haft yfirburði á leikunum í þróttinni líkt og blaðamaður AP Tim Reynolds bendir á á samfélagsmiðlum.

  • Sigur í þremur greinum körfubolta, sem er Ólympímet
  • 28 einstaklingsgullverðlaun, sem er Ólympíumet
  • 16 einstaklingsverðlaun kvenna, sem er Ólympíumet
  • Sue Bird og Diana Taurasi búa til fimm skipta klúbbinn
  • Kevin Durant fer í þriggja skipta hóp með Carmelo Anthony