Undir 18 ára lið stúlkna tapaði í dag fyrir heimastúlkum í Finnlandi á Norðurlandamótinu í Kisakallio, 57-86. Liðið því unnið einn leik og tapað einum það sem af er móti.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Agnesi Maríu Svansdóttur leikmann liðsins eftir leik í Kisakallio. Agnes María átti fínan leik fyrir Ísland þrátt fyrir tapið, var ásamt Emmu Theodórsson stigahæst í liðinu með 11 stig, og þá bætti hún við 6 fráköstum.