Ægir Þór mættur til San Sebastian

Landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson er mættur til San Sebastian þar sem að nýtt lið hans Acunsa GBC, eða Gipuzkoa Basket bauð hann velkominn á samfélagsmiðlum fyrr í dag. Ægir kemur til liðsins frá Stjörnunni á Íslandi, en Gipuzkoa leika í næst efstu deildinni á Spáni.

Nokkuð er þó í að deildarkeppnin fari af stað hjá Gipuzkoa, en fyrsti leikur þeirra í deildinni er þann 9. október, úti gegn CB Almansa.