Milwaukee Bucks jöfnuðu úrslitaeinvígi sitt gegn Phoenix Suns í nótt með 6 stiga sigri, 103-109.

Staðan því jöfn í einvíginu, 2-2, en vinna þarf fjóra leiki til að landa titlinum.

Tölfræði leiks

Atkvæðamestur fyrir Bucks í leiknum var Khris “WD-40” Middleton með 40 stig og þá bætti Giannis Antetokounmpo við 26 stigum og 14 fráköstum. Fyrir Suns var það Devin Booker sem dró vagninn með 42 stigum.

Fimmti leikur einvigis liðanna er aðfaranótt komandi laugardags 18. júlí kl. 01:00.

Leikdagar lokaúrslita NBA deildarinnar