Undir 20 ára lið Íslands hefur leik í dag á Norðurlandamótinu í Tallinn í Eistlandi þar sem þeir leika gegn heimamönnum, Finnum og Svíum dagana 20.-23. júlí.

Leikjaplan (íslenskur tími)
20. júlí 14:00 Finnland-Ísland
21. júlí 14:00 Eistland-Ísland
22. júlí 14:00 Ísland-Svíþjóð
23. júlí · Leikið um sæti: 3. sæti kl. 13:00 og úrslitaleikur kl. 15:30

Bæði verður hægt að fylgjast með lifandi tölfræði á meðan leikjum stendur, sem og er hægt að kaupa aðgang að beinum útsendingum leikjanna, tæpar 2000 kr. fyrir allt mótið en um 600 kr. fyrir leikinn.

Hérna er lifandi tölfræði

Hérna er bein útsending