Ingi Þór Steinþórsson fyrrum þjálfari Snæfells er með besta sigurhlutfall allra þjálfara í úrvalsdeild kvenna frá árinu 2014 eða 76.5% samkvæmt útreikningum körfuboltatölfræðingsins Harðar Tulinius. Af 166 leikjum hans í deild og úrslitakeppni með Snæfell vann hann 127.

Ekki langt undan er Darri Freyr Atlason með 76.3% sigurhlutfall, en mun færri leiki, 97 spilaða og 74 sigra.

Hér fyrir neðan má sjá þá þjálfara sem eru með 10 bestu hlutföllin á þessu tímabili 2014-2021, en af þeim tíu á listanum eru aðeins tveir sem þjálfa í deildinni á næsta tímabili.

Vakin er athygli á því að lágmarkið er 50 leikir sem aðalþjálfari, en listann má sjá í heild hér.