Undir 20 ára lið karla lagði heimamenn í Eistlandi í dag í öðrum leik sínum á Norðurlandamótinu í Tallinn. Ísland hefur því það sem af er unnið einn leik og tapað einum, en á morgun leika þeir gegn Svíþjóð kl. 14:00.

Leikur dagsins var í raun aldrei neitt sérstaklega jafn eða spennandi, þar sem Ísland leiddi með sjö stigum eftir fyrsta leikhluta og voru 14 stigum yfir í hálfleik. Þeirri forystu náðu þeir svo að hanga á út leikinn, sem þeir unnu að lokum með 14 stigum, 71-85.

Tölfræði leiks

Atkvæðamestur fyrir Ísland í dag var Styrmir Snær Þrastarson með 25 stig og 15 fráköst. Þá bætti Dúi Þór Jónsson við 12 stigum og 5 stoðsendingum.

Adam Eiður, aðstoðarþjálfari liðsins eftir leik: