Tindastóll hefur samið við fjóra unga og efnilega leikmenn sína um að taka slaginn í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Þeir Örvar Freyr Harðarson, Eyþór Lár Bárðason, Orri Már Svavarsson og Veigar Örn Svavarsson munu allir vera með liðinu á næsta tímabili.

Þá samdi félagið einnig við Friðrik Hrafn Jóhannsson um að koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla, sem og að sjá um þjálfun B liðs félagsins.

Tilkynning:

Stjórn körfuknattleiksdeild Tindastól heldur áfram að endurnýa samninga og gera nýja..

Nú var verið að undirrita samninga við unga og efnilega.
Þá Örvar Freyr Harðarson, Eyþór Lár Bárðason og tvíburanna Orra Má og Veigar Örn Svavarssyni.

Einnig var gerður samningur við Friðrik Hrafn Jóhannsson um að koma inn í þjálfarateymi M.fl karla og mun hann einnig sjá um þjálfun á B liði Tindastóls karla. En Friðrik var liðsstjóri M.fl karla á síðustu leiktíð.