Milwaukee Bucks er NBA meistari 2021 eftir sigur á Phoenix Suns í lokaúrslitum deildarinnar. Í kvöld fór fram leikur 6 í þessum lokaúrslitum þar sem Suns voru með bakið uppvið vegg á meðan Bucks gátu unnið fyrsta NBA titil félagsins síðan 1971.

Hérna er meira um leikinn

Verðmætasti leikmaður úrslitanna var gríski framherjinn Giannis Antetokounmpo, en hann var frábær fyrir sína menn í lokaeinvíginu þrátt fyrir að hafa komið meiddur inn í fyrstu leikina. Titillinn sá fyrsti sem að Giannis vinnur og samfélagsmiðlar voru ekki lengi að taka við sér, hér fyrir neðan má sjá það helsta sem stjörnurnar létu frá sér eftir að sigurinn var í höfn.