Sólrún Inga Gísladóttir var á dögunum valin íþróttamaður ársins hjá bandaríska háskólaliðinu Coastal Georgia Mariners, en hún útskrifaðist úr skólanum síðasta vor áður en hún samdi á nýjan leik við Hauka í úrvalsdeildinni.

Þjálfari Mariners Roger Hodge hafði þetta að segja um Sólrúnu og hennar feril hjá skólanum:

“Ég gæti ekki verið stoltari af Sólrúnu. Það segir mikið að hún hafi verið valin úr þessum frambærilega hópi kvenna. Sólrún er táknmynd þess leikmanns og manneskju sem þú vilt að kynni skólann og körfuboltann. Hún er allur pakkinn, frábær leikmaður, afburðarnemandi og frábær manneskja”

Hérna er hægt að lesa meira um verðlaunin, en þar er meðal annars tekið fram að Sólrún á skólamet í þriggja stiga körfum, þriggja stiga nýtingu, byjurnarliðsleikjum og er í efstu 10 sætunum í flestum öðrum tölfræðiþáttum.