Fyrstu deildar lið karla Hamars í Hveragerði hefur framlengt samning sínum við Ragnar Magna Sigurjónsson. Ragnar er 21 árs skotbakvörður úr Borgarnesi sem upphaflega kom til liðsins á síðasta tímabili, en áður hafði hann leikið með Selfoss, ÍA og Skallagrím. Í 23 leikjum með Hamri á síðasta tímabili skilaði hann 5 stigum og 2 fráköstum að meðaltali í leik, en liðið tapaði í úrslitum um sæti í úrvalsdeild fyrir Vestra.

Tilkynning:

Ragnar Magni Sigurjónsson hefur framlengt samning sínum við Hamar til tveggja ára. Ragnar sem er uppalinn Borgnesingur kom til liðsins síðast liðin áramót og fékk ávallt stærra hlutverk eftir því sem leið á tímabilið. Ragnar skilaði 7 stigum og 3 fráköstum að meðaltali í Úrslitakeppninni og er hann annar leikmaðurinn sem semur við Hamar fyrir komandi átök í 1.deildinni sem fer aftur af stað 27.September.