Álftnesingar hafa náð samningum við Ragnar Jósef Ragnarsson sem mun leika með liðinu í 1. deild karla á komandi leiktíð. Þetta tilkynnti félagið í kvöld.

Ragnar Jósef er uppalinn hjá KR en hefur síðustu ár leikið með Breiðablik og Hamri í 1. deildinni. Hann er 25. ára bakvörður með gott þriggja stiga skot. Á síðustu leiktíð var hann með 14,4 stig að meðaltali með Hamri auk þess að taka 3,7 fráköst að meðaltali í leik.

Nokkrar breytingar eru á liði Álftanes í sumar en Róbert Sigurðarson, Þorsteinn Finnbogason og Vilhjálmur Kári Jensson eru allir horfnir á braut. Á dögunum samdi liðið við Kristján Örn Ómarsson sem mun leika með liðinu á komandi leiktíð.