Valur hefur samið við bakvörðinn Pablo Bertone um að leika með liðinu á komandi tímabili í úrvalsdeild karla.

Pablo ætti að vera íslenskum aðdáendum kunnugur, en hann gekk til liðs við og kláraði tímabilið með Haukum á síðasta tímabili. Í 12 leikjum með þeim skilaði hann 18 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Tilkynning:

Valur hefur komist að samkomulagi við Pablo Bertone um að leika með liðinu á komandi tímabili. Pablo er 31 árs bakvörður sem kemur frá Argentínu en er einnig með ítalskt vegabréf. Hann er reynslumikill leikmaður sem hefur leikið meðal annars í háskólaboltanum vestanhafs og í efstu deildum í Argentínu og Ítalíu. Síðastliðið tímabil lék hann undir lok tímabilsins með Haukum við góðan orðstír en hann lauk svo timabilinu á Ítalíu.
Við bjóðum Pablo velkominn til félagsins og hlökkum til samstarfsins.