Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals er með besta sigurhlutfall allra þjálfara í úrvalsdeild karla frá árinu 2002 eða 76.9% samkvæmt útreikningum körfuboltatölfræðingsins Harðar Tulinius. Af 195 leikjum hafa lið hans, KR og Valur, unnið 150 og tapað aðeins 45.

Á eftir honum kemur Sigurður Ingimundarson fyrrum þjálfari Keflavíkur með 66.1% sigurhlutfall, en hann hefur þjálfað 345 leiki, af þeim unnið 228 og tapað 117. Í þriðja sætinu er svo Friðrik Ragnarsson fyrrum þjálfari Njarðvíkur og Grindavíkur með 64.8%, 210 leiki, 136 sigra og 74 töp.

Hér fyrir neðan má sjá þá þjálfara sem eru með 10 bestu hlutföllin á þessu tímabili 2002-2021, en af þeim tíu á listanum eru aðeins tveir sem þjálfa í deildinni á næsta tímabili.