Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim atriðum sem Körfunni hafa borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.

 • Pavel Ermolinski margfaldur meistari með KR og leikmaður Vals er sagður íhuga það að leggja skóna á hilluna.
 • Þá er landsliðsmaðurinn Kári Jónsson, sem síðast lék með Girona í Leb Oro deildinni á Spáni, sagður vera á leiðinni til Vals.
 • Einnig hefur heyrst að Hilmar Smári Henningsson, leikmaður ungmennaliðs Valencia sé í viðræðum um að koma heim og sé í viðræðum við Stjörnuna og KR
 • Þá eru einhverjar líkur á að Ægir Þór Steinarsson yfirgefi Stjörnuna og haldi aftur í atvinnumennsku í Evrópu
 • Íslandsmeistarar Þórs kynntu tvo nýja leikmenn fyrir helgina, en bæði Adomas Drungilas og Larry Thomas eru óstaðfestir fyrir næsta tímabil. Samkvæmt heimildum hafa þeir þó aðeins um 2 vikur til að fara annað, ætli þeir sér það.
 • Sömu sögu er að segja af Dean Williams leikmanni Keflavíkur, sem ekki er kominn á samning annarsstaðar en í Keflavík og ætli hann sér annað, þá hafi hann ekki endalausan tíma
 • Njarðvíkingar gera ekki ráð fyrir að nýr leikmaður þeirra Haukur Helgi Pálsson verði kominn á fullt fyrr en að nokkuð verður liðið á tímabilið
 • Landsliðsmiðherjinn og leikmaður Keflavíkur Salbjörg Ragna Sævarsdóttir er sögð vera að hugsa sér til hreyfings, hvert er þó ekki ljóst.
 • Þá hefur heyrst að Daniela Morillo muni hugsanlega einnig yfirgefa Keflavík og halda vestur um haf til Bandaríkjanna.
 • Þá mun Danielle Rodriguez einnig mögulega kveðja þjálfarateymi Stjörnunnar og fara aftur til Bandaríkjanna.
 • Haukar eru sagðir vera á eftir Snjólf Marel Stefánssyni, sem síðast var í bandaríska háskólaboltanum
 • Þá er Samuel Prescott á leiðinni til Sindra, en hann lék með Breiðablik á síðasta tímabili
 • Gerald Robinson er sagður vera á leiðinni úr Sindra aftur til ÍR í úrvalsdeildinni

Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á karfan@karfan.is