Fjölnir hefur samið við Mirza Sarajlija um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla. Mirza kemur til liðsins frá úrvalsdeildarfélagi Stjörnunnar, þar sem hann skilaði 14 stigum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Þrátt fyrir að vera aðeins 30 ára gamall hefur Mirza gríðarlega reynslu úr heimi atvinnumennskunar, en hann hefur allt frá árinu 2007 leikið með 13 liðum á meginlandi Evrópu.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur fengið mikinn styrk fyrir komandi tímabil í 1.deild með komu Mirza Sarajilja til félagsins. Mirza spilaði á seinasta tímabili með Stjörnunni í Dominos deild karla og var þar með 14 stig og 4 stoðsendingar í leik.Mirza er með mikla reynslu úr stórum deildum úr Evrópu og þykir virkilega góð þriggja stiga skytta. Við hlökkum mikið til að sjá hann spila í Grafarvoginum á næstu leiktíð !