Leikmaður íslenska landsliðsins og Valencia í EuroLeague og ACB deildinni á Spáni Martin Hermannsson er sagður vera á leiðinni í annað lið fyrir næsta tímabil. Fréttir sem koma nokkuð á óvart, þar sem að Martin er samningsbundinn Valencia út næsta tímabil í það minnsta, en tímabilið þar á eftir, 2022-23, er samningur hans við Valencia ekki tryggður.

Martin staðfesti nú í morgun við Körfuna að hann yrði sannarlega í herbúðum Valencia áfram á næsta tímabili og blés þar með á þær vangaveltur sem aðgengilegar voru á samfélagsmiðlum síðustu daga.

Rauða Stjarnan í Serbíu

Martin skilaði góðu framlagi í sterku liði Valencia á síðasta tímabili. Á 17 mínútum spiluðum að meðaltali í leik var hann með 7 stig, 2 fráköst og 3 stoðsendingar.