Marín Lind Ágústsdóttir hefur samið við Þór Akureyri um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild kvenna. Marín kemur til liðsins frá uppeldisfélagi sínu Tindastól, en með þeim skilaði hún 16 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðasta tímabili.

Marín er á 18. ári og hefur bæði leikið með undir 15 ára og undir 16 ára liðum Íslands, sem og verið í æfingahóp fyrir undir 18 ára liðið.

Tilkynning:

Körfuknattleikskonan unga, Marín Lind Ágústsdóttir er gengin til liðs við Þór og mun hún leika með liðinu í 1. deildinni á komandi tímabili. Marín Lind er á 18. aldursári kemur frá Tindastóli þar sem hún er uppalinn. Marin spilar sem skotbakvörður og þrátt fyrir ungan aldur á Marín þrjú tímabil að baki með meistaraflokki.

Á seinasta tímabili með Tindastól skilaði hún 15.7 stigum að meðaltali í leik og 3 stoðsendingum og tæpum 4 fráköstum.

Marín Lind hefur leikið með yngri landsliðum þ.e. U15 og U16 auk þess var hún valin í æfingahóp U18 fyrr í sumar.

Til gamans má geta þess að Marín er systir Ragnars Ágústssonar sem spilar með karlaliði Þórs í úrvalsdeild. Að auki lék stóra systir hennar, Rakel Rós með Þór fyrir nokkrum árum við góðan orðstír.

Það var Daníel Andri Halldórsson þjálfari Þórs sem undirritaði samninginn fyrir hönd Þórs.

Bjóðum Marínu Lind velkomna til Þórs og vonum að henni eigi eftir að líða vel í Þórstreyjunni,