LeBron James vonar að hann geti klárað ferilinn hjá liði sínu Los Angeles Lakers. Staðfestir leikmaðurinn þetta í samtali við Jasmyn Wimbish hjá CBS Sports.

Segist LeBron ekki sjá fyrir sér að hann spili fyrir annað lið áður en hann hætti og vonar hann innilega að hann fái að spila sín síðustu tímabil með ríkjandi meisturunum. Segir LeBron:

“Hversu mörg ár sem það kunna að vera, eru það fjögur, fimm, sex, hvað sem er, sjö. Vonandi get ég haldið áfram að spila leikinn. Ég elska að vera í L.A., fjölskyldan mín elskar að vera í L.A. Að spila fyrir sögulegt félag eins og Lakers er magnað”

Fátt kemur svosem á óvart við þessa yfirlýsingu LeBron. Eins og staðan er núna á hann tvö ár eftir af samning sínum og verður hann 37 ára þegar að næst þarf að semja.