Bakvörður Íslandsmeistara Þórs Larry Thomas hefur samið við BK Ventspils í Lettlandi um að leika með liðinu á næsta tímabili. Félagið er stórveldi þar ytra, en það hefur verið í efstu þremur sætum deildarinnar allar götur síðan 1996 og unnið lettneska titilinn í tíu skipti. Þá hafa þeir einnig tekið þátt í meistaradeild Evrópu.

Ljóst er að um er að ræða mikla blóðtöku fyrir meistarana, en í 35 leikjum á síðasta tímabili með Þór skilaði Larry 20 stigum, 6 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik. Áður hafði Larry leikið með Þór Akureyri, Hamri og Breiðablik á Íslandi