Íslenska landsliðið leikur vináttuleik gegn Eistlandi í dag í undrbúningi sínum fyrir stóran landsleikjaglugga síðar í sumar. Fjórtán leikmenn og fylgdarlið flugu til Eistlands í gær og fengu góðar móttökur samkvæmt fararstjórum.

Í dag kl.16.00 að íslenskum tíma fer fyrri vináttulandsleikur þjóðanna fram enn sá leikur er lokaður áhorfendum og ekki sýndur í sjónvarpi. Leikurinn á morgun verður opinn áhorfendum samkvæmt covid reglum í Eistlandi og sýndur í sjónvarpi. Hægt verður að horfa á leikinn heima á Íslandi og verður hlekkur settur hér inn þegar við fáum þær upplýsingar.

Craig Pedersen hefur valið 14 manna hóp sem leikur þessa tvo vináttulandsleiki gegn Eistlandi Nokkrir leikmenn í æfingahópnum eru meiddir og/eða eru hvíldir fyrir ferðina ágúst en eftirtaldir leikmenn skipa liðið í vináttlandsleikjunum tveim:

Nafn, félag · landsleikir
Bjarni Guðmann Jónsson, Háskóli USA · Nýliði
Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · Nýliði
Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 50
Gunnar Ólafsson, Stjarnan · 24
Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan · 4
Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 16
Kristinn Pálsson, Grindavík · 17
Ólafur Ólafsson, Grindavík · 40
Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn · Nýliði
Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn · 2
Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll · 14
Tómas Þórður Hilmarsson, Stjarnan · 10
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR · 9
Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 64

Þjálfarar og starfsmenn liðsins:
Craig Pedersen · Þjálfari
Baldur Þór Ragnarsson · Aðstoðarþjálfari
Hjalti Þór Vilhjálmsson · Aðstoðarþjálfari
Valdimar Halldórsson · Sjúkraþjálfari
Hannes S. Jónsson · Fararstjóri
Kristinn Geir Pálsson · Liðsstjóri
Jón Bender · Sóttvarnarfulltrúi