Kristófer Acox lagði fyrrum vinnuveitendur sína í KR í dag í launadeilu í Hérðasdómi Reykjavíkur, en þar voru þeir dæmdir til að greiða honum um fjórar miljónir króna af vangoldnum launum, ásamt því að þurfa að greiða um eina og hálfa miljón í málskostnað.

Kristófer skipti yfir til Vals úr uppeldisfélagi sínu í KR fyrir síðasta tímabil og hófust málaferlin fljótlega uppúr því, þar sem hann krafðist þess að fá tæpar 11 miljónir af vangoldnum launum greiddar fyrir tímabilið frá júlí 2019 til ágúst 2020. Samkvæmt dómi dagsins var KR gert að greiða þessar tæpu 11 miljónir að fullu, en þeir höfðu nú þegar greitt rúmlega sjö inn á skuldina svo aðeins þessar fjórar voru eftir.

Dóminn má lesa hér